Steinar Harðarson

Við eru 3 í fjölskyldunni, eiginkonan Dagný Haraldsdóttir og sonur okkar Símon Steinarsson 14 ára (Þróttari). Ég á 5 önnur börn sem öll eru uppkomin og flutt að heiman.

Mín helstu áherslumál eru:

Velferð!. Það á að stórauka og bæta samfélagsþjónustuna. Snúa vörn í sókn. Koma á ókeypis heilbrigðisþjónustu, burt með komugjöld, þáttöku í lyfjakostnaði og önnur gjöld sem nú eru lögð á notendur. Samfélagsþjónustan er ekki ölmusa heldur samtrygging og sjálfsagður réttur í siðuðu samfélagi. Hækka elli- og örorkulífeyrir.

Jafnrétti! Það á að jafna launamismun karla og kvenna. Sömu laun fyrir sömu vinnu, (hefur áður sést á prenti)! Jafnan rétt til lífeyris. Það á að setja sérstaka löggjöf um bann við mismunun á grundvelli kynferðis, uppruna, litarháttar, kynhneigðar, trúar, efnahags, stjórnmálaskoðana og stöðu. Koma á réttlátu skattakerfi með stígandi skattþrepum. Afnema vísitölutryggingu lána.

Menning! Gunnskólinn á að vera gjaldfrjáls. Ókeypis skólamáltíðir. Tómstunda og íþróttastarf á að vera fyrir alla, óháð efnahag. Ríkisreknir háskólar án skólagjalda.

Lýðræði! Það á að auka rétt almennings til að hafa bein áhrif á þær ákvarðanir stjórnvalda sem varða almannanheill, s.s. umhverfismál og almannaþjónustu.
Öll grunnþjónusta s.s. vatnsveitur, orkuveitur og samgöngumannvirki eiga vera eign samfélagsins. Almenningur hafi rétt til að krefjast þjóðaratkvæðis og að auðvelt verði fyrir almenning að nýta þann rétt. Sá réttur komi til viðbótar málskotsrétti forseta Íslands.

Umhverfismál! Það á að nýta auðlindir lands og sjávar á sjálfbæran hátt. Auka rannsóknir á lífríki sjávar og vernda uppeldisstöðvar. Það á að nota vistvænar veiðiaðferðir og færa botvörpuveiðar af viðkvæmum vistsvæðum út fyrir grunnslóð. Það á að afnema eignar- og leigukvótakerfið.

Utanríkismál! Við eigum að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin. Það er óþolandi að Ísland sé tengt við heimsvaldasinnað, árásargjarnt herveldi sem er nánast öllu trausti rúnið á alþjóðavettvangi og uppvíst að víðtækum mannréttindabrotum, pyntingum, ólöglegum fangelsum og aðgerðum sem sumir vilja flokka sem stríðsglæpi. Með uppsögn varnarsamningsins skapast tækifæri til þess að marka nýja sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Ísland getur öðlast nýjan sess meðal þjóða heims, skapað sér virðingu á alþjóðavettvangi með áherslu á friðar- og þróunarstarf.


Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Steinar Harðarson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband