Mannréttindi óskast

 

Frá Færeyjum berast nú fréttir af fólskulegum árásum á samkynhneigða. Tónlistarmaðurinn Rasmus Rasmussen var fyrir árás fjögurra manna fyrir það eitt að hafa opinberað samkynhneigð sína.

Eftir viðtal við Rassmus sem birtist í Dimmalætting  hefur honum ítrekað verið hótað lífláti.

Samkynhneigðir í Færeyjum hafa neyðst til að flýja heimaland sitt til að geta lifað eðlilegu lífi, lausir við fordóma og ofsóknir.

Færeyska þingið hefur ekki enn samþykkt löggjöf um staðfesta samvist og engar réttarbætur hafa verið gerðar vegna samkynhneigðra í Færeyjum. Færeyjar munu nú vera eina norræna þjóðin sem ekki hefur sett í lög ákvæði um vernd samkynhneigðra.

Í Færeyjum eru ítök íhaldssamra sértrúarhópa mjög sterk og á þinginu virðist því við ramman reip að draga. Þó mun hafa verið lagt fram frumvarp í Færeyska þinginu  nú á dögunum um bætta stöðu homma og lesbía í landinu.

Það stendur okkur nær að koma til aðstoðar kúguðum og ofsóttum hópi við túngarð okkar. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að styðja við bakið á þeim Færeyskum þingmönnum sem reyna að bæta stöðu samkynhneigðra þar í landi með öllum tiltækum ráðum.

Allir ærlegir Íslendingar verða að senda  þeim Færeyingum, sem styðja baráttu samkynheigðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum, skilaboð um stuðning og samstöðu.

Hægt er að skrifa undir áskorun til færeysku landstjórnarinnar  með því að fara inn á heimasíðu Samtakanna 78, samtokin78.is

 



Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband